Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í nokkur ár nýtt samfélagsmiðla til að koma upplýsingum á framfæri til landsmanna. Facebook-síða LRH hefur vakið mikla athygli, meðal annars fyrir oft á tíðum fyndnar færslur og svör fyrir athugasemdum fylgjenda. Instagram-reikningurinn hefur líka notið mikilla vinsælda og margar myndir fengið mörg „læk“ eins og segir í síðustu færslu LRH á Facebook:
„Instagram reikningurinn okkar hefur í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hér á landi og meira af segja langt út fyrir landsteinana. Þar höfum við kappkostað að deila myndum sem sýna okkur við hin ýmsu störf og við hin og þessi tækifæri síðustu ár. Instagram- myndirnar okkar endurspegla vel hversu fjölbreytt lögreglulífið er, ef svo má að orði komast. Oftar en ekki bregðum við á leik við mjög góðar undirtektir fylgjenda okkar, í raun eru það oftast vinsælustu myndirnar. Hér að neðan eru nokkrar af okkar vinsælustu myndum síðastliðin tvö ár. Myndunum er raðað eftir fjölda „læka“ sem þær fengu.“