Flúrin sem fanga COVID-19: Grímur, læknar, klósettpappír – Sjáðu myndirnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fólk er byrjað að fá sér flúr sem fanga heimsfaraldurinn COVID-19. Flúr með grímum, hjúkrunarfræðingum, læknum og öðrum hetjum sem berjast við veiruna, klósettpappír, sápur, ártalið 2020 og fleira er á meðal þess sem fólk kýs að skreyta líkama sinn með.

Á meðal þeirra sem hafa fengið sér COVID-19 flúr er hin bandaríska Lynette Carey, sem vann í fimm mánuði á gjörgæslu í Brooklyn í New York á hápunkti faraldursins.

„Þetta var óraunverulegt. Sjúklingar létust og um leið og einn var farinn í líkhúsið eða líkbílinn, þá kom sá næsti,“ segir hún við Insider. Í ágúst ákvað hún að setja reynslu sína í flúr á vinstri kálfann og valdi hjúkrunarfræðing að styðja við sjúkling veikan af veirunni. Sjúklingurinn er sjálf Frelsisstyttan. Húðflúrarinn Olga Gouralnik gerði flúrið eftir teikningu sem birtist á apríl forsíðu New York Daily News með fyrirsögninni Kyndilberar.

Séð og Heyrt spurði einn þekktasta og reyndasta flúrara landsins, Fjölni Geir Bragason, hvort hann væri búinn að flúra einhvern með COVID-19.

„Það hefur ekki gerst enn,“ svaraði kappinn að bragði, og enginn er heldur búinn að panta sér tíma.

Fjölnir Geir Bragason
Mynd / Facebook

Hjúkrunarfræðingurinn Janine Liza Duran fékk sér fallegt flúr á upphandlegginn.

View this post on Instagram

What I'm thinking about: so I had dinner with a friend today. An inspirational leader. She said in order for us to influence other leaders, we must give them the tools to succeed. Before we judge them, we need to reasses how we nurture and mentor them. Do you speak clearly? Do you role model? Do you inspire? Do you invest time? 🧘🏻It's kinda like yoga practice today. My teacher breaks it down— step by step. Fold one arm, fold the second arm, put your head down, make sure it's 3 fingers from your hair line, tuck, breathe, fly. When I fall, she encourages a lifeline (her). She's there, available for every question, every text, every phone call. Above and beyond. Can we do the same for our leaders and staff ? (I know I work on it every day.) #stepbystep #bitbybit (thanks Whitney) #mentoringmatters #tools @highenergyfusionyoga #yoga2lead #workisyoga

A post shared by Janine RN (@janinellamzon) on

Listaverk eftir Söru Paglia prýðir þennan.

Verk eftir sjálfan Banksy má sjá hér.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira