Bandaríska tískutímaritið Vogue sætir nú gagnrýni vegna forsíðu febrúarblaðs síns, en tímaritið er sagt hafa valið slæma mynd af Kamala Harris verðandi varaforseta Bandaríkjanna. Einnig mun myndin vera önnur mynd en teymi Harris hafði samþykkt.
Á samfélagsmiðlum er sagt að tímaritið hafi lýst húð Harris, auk þess sem myndin sem slík sé í lélegum gæðum. Vogue neitar því að hafa lýst húðlit Harris.
Mynd / CNN
Á myndinni sem samkvæmt ónefndum heimildarmanni Harris mun hafa verið samþykkt af hennar teymi sést Harris klædd í buxnadragt, sem má segja að sé einkennisklæðnaður hennar, sjálfsörugg líkt og leiðtoga sæmir, með gulan bakgrunn. Á forsíðumyndinni sem valin var er hún hverdagslegri og í strigaskóm með grænt veggfóður og bleikan borða í bakgrunni.
Mynd / CNN
Helstu fréttamiðlar vestanhafs hafa fjallað um forsíðuna, auk sem sem fjölmargir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum.