Fyrrum forstjóri Torgs selur friðað hús í hjarta Hafnarfjarðar – Sjáðu myndirnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Jóhanna Helga Viðarsdóttir, fyrrum forstjóri Torgs, og Kristján Hafsteinsson, viðskiptastjóri hjá Símanum og tónlistarmaður, hafa sett einbýlishús sitt við Merkurgötu í Hafnarfirði á sölu.

Húsið er 159 fm, byggt árið 1909. Ásett verð er 74,9 milljónir króna, en fasteignamat er 60.100.000 krónur. Húsið er timburhús sem er friðað vegna aldurs.

„Húsið okkar er komið á sölu!  Þá er Merkurgötuklanið farið að hugsa sér til hreyfings eftir 13 ljúf ár í rólegri og yndislegri götu. Þetta er eldra hús með sál sem við höfum dundað okkur við að gera upp undanfarin ár. Það er í hjarta Hafnarfjarðar, aðeins nokkurra mínútna göngufæri við miðbæinn (verslanir, veitingastaðir og söfn), norðurbakkann, Hellisgerði, Víðistaðaskóla, leiksskóla, Sundhöll Hafnarfjarðar og Víðistaðatún. Mæli svo sannarlega með en er þó ekki hlutlaus! Opið hús á þriðjudag – það má deila að vild,“ segir Jóhanna Helga á Facebook. Jóhanna Helga var forstjóri Torgs, sem gefur út DV og Fréttablaðið, og heldur úti vefmiðlunum dv.is, frettabladid.is og Hringbraut, en hún hætti störfum 1. september og við starfi hennar tók Björn Víglundsson.

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Húsið er á þremur hæðum, og samanstendur af anddyri, baðherbergi/þvottahúsi, tveimur stofum, borðstofu og eldhúsi á neðri hæð. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og opið hol/sjónvarpsrými.

Í lýsingu segir að möguleiki sé á að nýta kjallara sem íbúðarrými, en hluti hans er í dag nýttur sem stúdíó. Húsið er skráð sem tvær eignir á aðskildum fastanúmerum, en er í dag nýtt sem ein eign, sannkallað fjölskylduhús.

Húsið hefur verið mikið endurnýjað, og stendur í grónu umhverfi í hjarta Hafnarfjarðar, með skjólsælan og lokaðan garð til s-austurs út frá stofum.

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Mynd / fasteignaljosmyndun.is

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...