Listakonan Timi Páll gerði fallega útgáfu af fjölskyldunni fyrir jól, með því að gera Babúskur af fjölskyldumeðlimum.
Timi, eiginmaður hennar, dóttir þeirra og tveir hundar eru nú til í þessu skemmtilega formi. Og nýtur hver fjölskyldumeðlimur sín.
Mynd / Facebook: Timimagination
Babúskur eru rússneskar dúkkur eða tréfígúrur í mismunandi stærðum sem raðast saman hver inn í aðra. Oft eru þær allar eins, fyrir utan stærðina, en einnig má kaupa ýmsar útfærslur af þekktum einstaklingum, stjórnmálamönnum, leikarahópum, teiknimyndapersónum og fleiri.
Fleiri myndir má finna á Facebook-síðu Timi Páll.