Hækkaðu í gleðinni og skelltu þér á ball í beinni!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er engin ástæða til að sleppa balli, þegar ballið kemur heim í stofu til manns.

Páll Óskar ætlar að slá upp alvöru Pallaballi í kvöld í beinni útsendingu á K100.is. Ballið hefst kl. 20 og ætlar Páll Óskar að flytja sín þekktustu lög.

„Við ætlum að stilla þessu upp nákvæmlega eins og við gerðum þetta í vor. Ég verð í stúdíóinu á K100 og massa þetta bara beint framan í myndavélina,“ segir Páll Óskar. Gleðigjafinn Siggi Gunnars verður Páli Óskari til halds og trausts og tekur á móti kveðjum frá hlustendum.

Nú er lag að rýma stofugólfið og dansa ein/n eða með heimilisfólkinu og senda strákunum kveðju og beiðnir um óskalag.

Upp með gleðina!

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira