Heimsmet í húðflúrum – Þakin Eminem

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nikki Paterson, sem búsett er í Aberdeen í Skotlandi, komst í heimsmetabók Guinness í ár fyrir að skarta flestum flúrum af einum og sama tónlistarmanninum. Nikki er með 15 myndir flúraðar á sig af bandaríska rapparanum Eminem.

„Húðflúrin mín hafa breytt lífi mínu. Ég er stolt af þeim,“ segir Nikki á vefsíðu heimsmeta Guinness, en fyrsta flúrið fékk hún sér 19 ára gömul og valdi mynd af Eminem af Google. Á meðal flúra eru myndir plötuumslaga Recovery og The Marshall Mathers. Fyrsta lagið sem Nikki hlustaði á með Eminem var Stan, sem hún hlustaði á þegar hún var 14 ára í fríi á Spáni með foreldrum sínum. Óhætt er að segja að lagið hafði mikil áhrif á hana.

„Hvernig hann sagði sögu með lagatextanum, þetta var svo óvenjuleg saga miðað við það sem ég hafði áður hlustað á.“

Heimsmetatitillinn tekur aðeins til mynda, en þeim til viðbótar er Nikki með fleiri húðflúr sem öll tengjast rapparanum, eins og lista yfir allar plöturnar hans, lagatexta úr Til I Collapse og myndir af Skylar Grey og Proof, besta vini Eminem.

„Hugmyndin um að slá mögulega heimsmet hvarflaði að mér og mér fannst það heiðra flúrin,“ segir Nikki.

Rapparinn sjálfur er í Heimsmetabók Guinness og það með fleiri en eitt met.

Platan The Marshall Mathers LP seldist í 1,76 milljón eintaka fyrstu vikuna eftir að hún kom út, sem gerði Eminem að mest selda rappara allra tíma. Árið 2010 varð hann fyrsti tónlistarmaðurinn til að eiga sex plötur í fyrsta sæti á bandaríska Billboard 200 listanum. Lagið Rap God á einnig heimsmet fyrir að eiga flest orð í metsölulagi, 1560 orð á sex mínútum og fjórum sekúndum. Lagið Godzilla á heimsmet fyrir hraðasta rappið í lagi sem lent hefur í fyrsta sæti metsölulista. Þar nær Eminem að troða 225 orðum fyrir á 30 sekúndum, sem er 7,5 orð á sekúndu!

Nikki vonar að hún muni hitta átrúnaðargoð sitt einn daginn í eigin persónu. „Mig langar mjög til að hitta Eminem og vonandi hjálpar þetta til!“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Harpa og Júlíus selja glæsieignina á Kársnesi

Harpa Þórunn Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, og Júlíus Kemp, kvikmyndagerðarmaður, hafa sett einbýlishús sitt við Kársnesbraut á...

Nýtt í dag

Harpa og Júlíus selja glæsieignina á Kársnesi

Harpa Þórunn Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, og Júlíus Kemp, kvikmyndagerðarmaður, hafa sett einbýlishús sitt við Kársnesbraut á...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -