Héldu tónleika í búbblu – Er þetta lausnin í COVID-19

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rokkhljómsveitin The Flaming Lips hélt tónleika á mánudag í Oklahoma í Bandaríkjunum, sem er óvanalegt á þessum tíma þegar allt, þar á meðal tónleikahald, er meira og minna stopp sökum kórónuveirufaraldursins.

Á tónleikunum voru hljómsveitarmeðlimir í plastbúbblum, og áhorfendur líka.

Meðlimir sveitarinnar telja að mögulegt sé að halda tónleika með þessum hætti og voru búnir að gæla við þessa hugmynd frá byrjun faraldursins.

Málið er að við erum öll að bíða eftir að hlutirnir verði venjulegir aftur. Ætlum við að halda áfram að bíða eða byrja að hugsa: „Hvernig lítur framtíðin út? Hvernig er framtíð „live“- tónlistar?,“ segir Wayne Coyne söngvari sveitarinnar.

Sveitin hefur áður notast við búbblurnar, en þeim var rúllað út núna í fyrsta sinn með því markmiða að fylgja reglum um fjarlægðarmörk. Áhorfendum á tónleikunum á mánudag var einnig bent á að notast við grímur og passa upp á fjarlægðarmörk þegar þeir voru ekki í búbblunum. Að sögn Coney geta einstaklingar verið í og andað eðlilega í búbblunum í nokkrar klukkustundir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira