- Auglýsing -
Hermann Hreiðarsson, þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta, og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir, fyrrum flugfreyja hjá Icelandair, eignuðust son 16. október. Hermann greinir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum.
„Hann er önnum kafinn að styrkja sig og stækka til að geta glæponast með restinni af genginu (og varist mjúkum faðmlögum stóra bróður). Foreldrarnir hafa aldrei upplifað betri svefn og mæla eindregið með barneignum með sem stystu millibili.“
View this post on Instagram
Sonurinn er annað barn þeirra saman, en sonurinn Hermann fæddist í september í fyrra. Alexandra á einn son og Hermann tvær dætur úr fyrri samböndum.
Séð og Heyrt óskar parinu til hamingju.