Hjartans mál Siggu Guðna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigríður Guðnadóttir, söngkona og fasteignasali, sendir í dag frá sér lagið Hjartans mál, sem er annað lagið sem kemur út af breiðskífu sem væntanleg er 16. október.

Sigga Guðna sló í gegn með laginu Freedom sem hún söng með hljómsveitinni Jet Black Joe á árum áður, og hefur söngurinn alltaf verið stór hluti af lífi hennar.

Texti Hjartans mál er eftir Braga Valdimar Skúlason og lagið eftir Friðrik Karlsson. Jóhann Ásmundsson stjórnaði upptökum ásamt því að spila á bassa, Sigurgeir Sigmundsson spilar á gítar, Þórir Úlfarsson á píanó og Birgir Nielsen á trommur. Íris Guðmundsdóttir sá um raddútsetningu og syngur bakraddir ásamt Grétari Lárusi Matthíassyni.

„Lagið nær algjörlega inn að hjartarótum. Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna á þessu lagi og kynni það stolt til leiks,“ segir Sigga. „Vona svo innilega að þið njótið vel og deilið þessu út um allt eins og vindurinn.“

Sigga safnaði fyrir plötunni á Karolina fund og hyggst halda útgáfutónleika sama dag og hún kemur út. Páll Rósinkranz syngur með Siggu á disknum í einu lagi og kemur fram á tónleikunum ásamt fleiri góðum söngvurum.

Sjá einnig: Sigríður sendir frá sér nýtt lag af væntanlegri plötu

Sjá einnig: Sigga Guðna hefur oft tekið áhættu í lífinu

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira