Hrefna auglýsir á Braski og bralli eftir Sölva Snæ

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hrefna Þórsdóttir birti fyrir skömmu skemmtilega auglýsingu á sölusíðunni Brask og brall á Facebook. Þar auglýsir hún eftir einhverjum sem mögulega eigi nú þegar barn sem heitir Sölvi Snær eða eigi jafnvel von á barni sem gæti fengið nafnið Sölvi Snær.

Ástæðan fyrir því að Hrefna leitar til netverja er sú að hún sjálf á son sem heitir Sölvi Snær og hætti sonur hennar mun fyrr með snuð heldur en móðirin gerði ráð fyrir. Þess vegna situr hún uppi með tólf ónotuð snuð merkt syninum.

„Einhver sem á eða á von á litlum Sölva Snæ? Er með þessi snuð til sölu sem ég var of fljót á mér að kaupa, minn maður ákvað að hætta með snuð. Þetta eru 12 stk, enn í kassa og að sjálfsögðu ónotuð,“ segir Hrefna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Sólveig og Jakob eignuðust dóttur

Jakob Birgisson uppist­and­ar­i og Sól­veig Ein­ars­dótt­ir hagfræðingur eignuðust frumburð sinn, dóttur, fyrir stuttu. Dóttirin hefur fengið nafnið...