Hvað mun ævisaga Jóns Ásgeirs heita?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Einar Kárason rithöfundur mun vera að rita ævisögu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns, sem lengi var kenndur við Bónus.

Eiríkur Jónsson segir frá og hefur eftir heimildum að skriftirnar séu hluti af samningi hans við Forlagið um að skrifa sögur merkra Íslendinga sem enn eru á lífi. Mikil leynd mun þó hvílda yfir verkefninu.

Einar hefur skrifað Jónsbók, ævisögu Jóns Ólafssonar vatnskóngs og Með sigg á sálinni, ævisögu Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndaleikstjóra.

Gaman er að velta fyrir sér titli bókarinnar ef sagan er sönn, Eiríkur stingur upp á Lífið er Bónus. Séð og Heyrt ætlar að stinga upp á Þetta er allt Bónus.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira