Ísland og íslensk börn í aðalhlutverki auglýsingaherferðar Louis Vuitton

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýjasta auglýsingaherferð tískufyrirtækisins Louis Vuitton er komin í loftið, en herferðin sem var tekin upp á Íslandi heitir Imagination Takes Flight, eða Ímyndunaraflið tekur flugið.

Og hvað er betra til að undirstrika þá setningu en síbreytilegt landslag Íslands þar sem allt getur gerst og ævintýri og dulúð leynast bak við næsta náttúruundur.

Mynd / louisvuitton.com

Hollenski ljósmyndarinn og listamaðurinn Viviane Sassen tók myndirnar, og á þeim bregða íslensk börn á leik með töskurnar frá Louis Vuitton, sem breytast í Eiffel-turninn, hljóðfæri og fleira í landi undurs og ímyndunarafls sem vonandi sem flestir geta aftur heimsótt sem fyrst.

Mynd / louisvuitton.com

Tískuvörumerkið Louis Vuitton var stofnað árið 1854 í París í Frakklandi og er eitt það þekktasta og vinsælasta í heimi.

 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira