Söngkonan Jennifer Lopez boðar nýja tónlist í nýjustu færslum sínum á samfélagsmiðlum. Á Instagram og Twitter má sjá hana kviknakta í kitlu nýjasta lags hennar In The Morning og hlusta á brot úr laginu, sem kemur út á morgun, föstudaginn 27. nóvember.
#InTheMorning #NewMusic. Friday. 📸: Mert and Marcus pic.twitter.com/3ceTQfTF2y
— jlo (@JLo) November 24, 2020
Á Twitter birti J.Lo síðan mynd af afbúmi singúlsins, og þar er hún nakin. Ljósmyndararnir Mert Alas og Marcus Piggott tóku myndina, en þeir hafa áður myndað Oprah Winfrey, Rihanna og Angelina Jolie, til að nefna nokkrar.
Surprise! Here’s the official cover art for #InTheMorning ✨ Single drops Friday ✨📸: Mert & Marcus pic.twitter.com/ZS7w3KqI4y
— jlo (@JLo) November 25, 2020
Það er ljóst að Jenny úr blokkinni er ekkert á leiðinni að hætta í bransanum, hún er 51 árs og í fantaformi, líkt og áhorfendur verðlaunahátíðarinnar American Music Awards sáu á sunnudag.