Jóhann Helgi lýsir kostulegum kaupum á netinu: „Búinn að bíða eins og lítill strákur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Jóhann Helgi Hlöðversson, skrúðgarðyrkjumeistari, framkvæmdastjóri og ferðaþjónustubóndi með meiru slær oft á létta strengi á Facebook.

Á fimmtudag birti Jóhann Helgi myndband þar sem hann sýnir nýjustu innkaup sín á netinu. Líkt og margir hafa lent í þá voru innkaupin ekki alveg eins og auglýsingin gaf til kynna.

„Ég er búinn að bíða eins og lítill strákur eftir nýjasta dótinu mínu frá Kína, sem ég pantaði á netinu,“ segir Jóhann Helgi. „Ofursegull með kraft upp á annað hundrað kíló ásamt tilheyrandi kaðli og búnaði… segullinn var leystur úr tolli í dag!!!“

Eins og glöggt má sjá er auglýsingin bara haugalygi og segja má að Jóhann Helgi hafi aldeilis keypt segulinn í sekknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...