Jólin eru gó með Bó: Jólasafnplata með 3 nýjum lögum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Björgvin Halldórsson gaf í dag út safnplötuna Ég kem með jólin til þín á geisladiski og streymisveitum, en um miðjan desember kemur platan út á tvöföldum lituðum vinyl.

Platan inniheldur 22 lög, þar af þrjú ný lög. Ljós þín með texta Braga Valdimars Skúlasonar, samið af Halldóri Gunnari Pálssyni. Textinn fjallar um að þrátt fyrir ástandið sem við öll erum að ganga í gegnum þá munu ljósin loga í hjörtum okkar þar til þessu lýkur.

Hin nýju lögin eru Alltaf á jólunum og Koma jól sem Björgvin syngur með Margréti Eir.

Á safnplötunni má einnig finna Þegar þú blikkar sem Herra Hnetusmjör og Björgvin gerðu saman fyrir síðustu jól og Aleinn um jólin sem Björgvin og Stefán Karl sungu saman á Jólagestum.

Hlusta má á plötuna í heild sinni á streymisveitum.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Vögguvísur Hafdísar Huldar sú mest selda

Plata söngkonunnar Hafdísar Huld, Vöggu­vís­ur, er mest selda plata árs­ins­ 2020. Vögguvísur seld­ist í 3.939 ein­taka sam­kvæmt...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -