Karen og Þorgrímur eignast dóttur: „Pabbi mun elska þig um ókomna tíð“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Handboltaparið Karen Knútsdóttir markaðsfullltrúi, og Þorgrímur Smári Ólafsson, eignuðust frumburð sinn, dóttur á laugardag. Foreldrar eru bæði leikmenn Fram í Olís-deildinni.

Þorgrímur greinir frá gleðitíðindunum á Instagram:

„Gleðitárin streymdu niður kinnarnar þegar þess fallega unga dama lét loksins sjá sig 26. september kl. 04:56. Karen stóð sig með stakri prýði og var aðdáunarvert að sjá þennan kraft eftir tveggja daga fæðingu.

Litla stelpan virðist vera í topp málum. Það verður yndislegt að takast á við nýtt hlutverk og sjá hana vaxa úr grasi. Pabbi mun elska þig um ókomna tíð.“

Séð og Heyrt óskar parinu til hamingju.

Sjá einnig: Karen og Þorgrímur eiga von á dóttur

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...