Kristbjörg opnar sig: „Það fylgir enginn glamúr fæðingunni“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kristbjörg Einarsdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, eignaðist þriðja son sinn 1. október. Fyrir eiga hún og eiginmaður hennar, Aron Einar Gunnarsson, fótboltamaður og fyrirliði íslenska landsliðsins, synina Óliver og Tristan.

Kristbjörg sagði frá fæðingu sonarins á Instagram, en hún var einnig dugleg að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með meðgöngunni. Sagði Kristbjörg fæðinguna vera þá erfiðustu af hennar þremur.

Í færslu á Instagram, sem hún birti í gær, segir Kristbjörg frá vikunum eftir fæðinguna.

„Ég hef sagt það áður og segi það aftur, hversu magnaður er kvenlíkaminn?! Ekki aðeins getum við látið litla mannveru þroskast í líkama okkar, heldur einnig hvernig líkaminn jafnar sig eftir fæðinguna, sem er ekki auðvelt ferli.”

Þrjár myndir fylgja færslunni, á fyrstu myndinni er Kristbjörg gengin 40 vikur á leið, næsta er tekin sama dag og hún eignaðist soninn og sú þriðja viku eftir fæðinguna.

View this post on Instagram

I have said it before and I’ll say it again… How amazing is the womens body?!? _ Not only that we are able to grow a little human inside us but also the recovery after giving birth, that’s no walk in the park!! _ I remember after having Oliver how clueless I was about giving birth and the first weeks after. I thought I would literally be on cloud nine with my baby and my husband taking it all in our stride and enjoying every minute of it…. Well, Little did I know .. _ Contractions, the burn feeling pushing the baby out, stitches after tearing, hemorrhoids, the emptiness feeling in your tummy after, the fact you still look 30 weeks pregnant walking out of the hospital. Many sleepless nights, hormones all over the place, the baby blues not to mention breastfeeding ! Sore boobs – it’s a real thing!! _ I think that is something we dont talk about a lot and I think a lot of women feel a little bit alone during that time because it seems to be something to be ashamed to talk about. At least I felt like that. _ We are all different and we all experience it in a different way but I think we can all agree that even though giving birth and the weeks after might not be the most glamorous thing BUT on the flip side it is the most amazing thing that we are able to experience and a privilege 🙏🏼 and I am truly grateful _ Us women are simply amazing!

A post shared by 🌟Kris J🌟 (@krisjfitness) on

Kristbjörg segist hafa verið alveg glórulaus um fæðingu og fyrstu vikurnar þegar hún átti elsta soninn Óliver.

„Ég hélt að ég myndi bara svífa um á bleiku skýi með barninu og eiginmanni mínum og njóta hverrar mínútu. Það litla sem ég vissi,“ segir hún.

„Hríðir, sviðatilfinningin þegar maður rembist í fæðingu, saumarnir sem maður fær eftir að maður rifnar, gyllinæð, tómatilfinningin í kviðnum eftir að barnið fæðist, staðreyndin að þú lítur enn út fyrir að vera komin 30 vikur á leið þegar þú yfirgefur spítalann. Margar svefnlausar nætur, hormónar alls staðar, sængurkvennagrátur og við skulum ekki gleyma brjóstagjöfinni! Sár brjóst eru staðreynd!!“

Kristbjörg segir að henni þykir ekki nógu mikið talað um þessa þætti móðurhlutverksins. „Og ég held að mörgum konum líði eins og þær séu einar á þessum tíma því það virðist fylgja einhver skömm því að tala um þetta. Mér leið allavega þannig,“ segir hún.

„Við erum allar ólíkar og upplifum hlutina öðruvísi, en ég held að við getum allar verið sammála um að það fylgir enginn glamúr fæðingu eða vikunum á eftir, en þetta er hins vegar ótrúlegasta reynslan sem við fáum að upplifa og forréttindi, og ég er virkilega þakklát.

Við konur erum einfaldlega ótrúlegar.“

Um 2.600 manns hafa látið sér líka við færsluna og eru margir þakklátir fyrir skrifin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...