Lærðu bransaleyndarmálin af þeim bestu í heimi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þekking er manninum eðlislæg, að vilja læra og fræðast um nýja hluti, eða læra meira um þá hluti sem hann veit fyrir. Með tilkomu netsins og tölvu á næstum hverju heimili er einfalt og auðvelt að afla sér þekkingar um hvað sem er, hægt er að læra nýtt tungumál á nokkrum vikum, læra að elda nýja rétti, læra að prjóna, spila á gítar og svo framvegis.

Möguleikarnir sem netið býður upp á í námskeiðum eru endalausir, þó að vissulega séu þau miðframkvæmanleg og misdýr, og í mörgum tilvikum þarf jú að bæta við hlut, sem oftast kostar peninga. Það er til dæmis erfitt að læra á gítar, ef maður eignast aldrei neinn.

Á vefsíðunni masterclass.com má læra fjölmargt af þeim bestu í viðkomandi bransa. Námskeiðunum er skipt í 10 flokka og eru fjölmargir kennarar undir hverjum þeirra. Yfir 85 námskeið eru í boði.

Á meðal þeirra sem kenna má nefna:

Metsölurithöfundurinn James Patterson kennir skrif, en bækur hans hafa selst í metsölu um allan heim, og margar þeirra orðið kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum.

Kokkurinn kjaftfori og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay kennir trikkin í eldhúsinu.

Ein áhrifamesta kona heims í tískubransanum, Anne Wintour ritstjóri Vogue, kennir leitogahæfni og sköpun.

Tony Hawk kennir trikkin á hjólabrettinu.

Shonda Rhimes, sem skapað hefur marga af vinsælustu karakterum sjónvarpsþátta, kennir skrif sjónvarpsþátta.

Hvert námskeið inniheldur um 20 myndbönd eða kennslustundir, sem hver er um 10 mínútur að lengd. Ítarleg vinnubók fylgir hverju námskeiði. Í boði er að greiða 90 dollara, eða 12.578 krónur, fyrir eitt námskeið og eiga það alltaf. Eða greiða 180 dollara í ársgjald, eða 25.155 krónur, og hafa þá námskeið að öllum námskeiðum í heilt ár, en reglulega bætast ný inn. Fyrr á árinu var einnig tilboð á ársgjaldi, tvö á verði eins, spurning hvort að slíkt gerist aftur?

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...