Lag og myndband Bjarka og American Idol stjörnunnar Chris Medina komið út

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Bjarki Ómarsson, eða Bomarz, gaf í dag út lagið Can´t Fake it og myndband, sem hann vinnur með bandaríska/norska tónlistarmanninum Chris Medina, sem vakti mikla athygli árið 2010 í tíundu seríu American Idol.

Sjá einnig: Bjarki semur tónlist með stjörnu American Idol: „Mikill heiður fyrir mig“

Medina komst í 40 manna úrtakið og þótti einn af efnilegri þáttakendum þess árs, og er lagið What Are Words mörgum eftirminnilegt tíu árum seinna.

Myndband Can´t Fake It var tekið upp á ströndinni í Þorlákshöfn, Fannar Birgisson og Óttar Ingi Þorbergsson sjá um leikstjórn og dansari er Jökull Smári Jakobsson.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira