Lára fór í kleinu spurð um helgarferðina: „Ég hef alveg farið til London“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lára Clausen, önnur stúlknanna sem varð fræg fyrir að hitta enska landsliðsmenn á Hótel Sögu nýverið, fór til Lundúna um helgina. DV uppljóstraði á dögunum, líkt og frægt er orðið, frá kynnum Láru og Nadíu Sifjar Líndal Gunnarsdóttur, við ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu.

Hvort hún var um helgina í Lundúnum í þeim erindagjörðum að veita breskum fjölmiðlum viðtal gegn greiðslu eða jafnvel að hitta tilvonandi tengdason Íslands í enska landsliðinu er ekki ljóst.

Lára stödd í Lundúnum samkvæmt samfélagsmiðlinum. Mynd / Skjáskot Snapchat

Það er óljóst þar sem Lára fór í kleinu þegar Mannlíf leitaði skýringa á ferðinni. Lára tilkynnti veru sína í bresku höfuðborginni á samskiptamiðlinum Snapchat í gær. Í það minnsta láðist henni að slökkva á staðsetningu sinni í forritinu ef ferðin var leyndarmál. Svo virðist raunin því Lára var þögul eins og gröfin um erindagjörð sína þar.

Bæði hún og frænka hennar, Nadía Sif, hafa þegar veitt bresku pressunni viðtöl um samskipti þeirra við ensku landsliðsmennina. Yfirleitt er greitt fyrir slík viðtöl og hefur Mannlíf heimildir fyrir því að þeim hafi í það minnsta staðið það til boða.

Í samtali við Mannlíf segist Lára ekki vilja ræða tilgang ferðarinnar við fjölmiðla. Aðspurð hvort um skemmtiferð hafi verið að ræða sagðist hún ekki vilja ræða það. Þegar talið barst að því hvort hún hafi jafnvel verið að hitta fótboltamennina aftur fór Lára í kleinu og lauk samtalinu skyndilega. „Ég hef alveg farið til London. En ég er á Íslandi núna. Ég vil ekki fara í fleiri viðtöl,“ segir Lára.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur stúlkunum boðist greiðsla frá þarlendum miðlum. Önnur þeirra, Nadía Sif, þvertekur fyrir í samtali við Mannlíf að hafa þegið greiðslur fyrir viðtöl við enska fjölmiðla. „Nei, við fengum ekki greitt fyrir þessi viðtöl eða neitt svoleiðis,“ segir Nadía Sif.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira