Leitar að vinkonu 94 ára afa síns: „Leitin heldur áfram, hún er enn ófundin“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, leitar að vinkonu 94 ára gamals afa síns. Í færslu á Facebook, þar sem Andrea óskar eftir aðstoð við að hafa upp á konunni segir hún að afi hennar hafi undanfarin misseri talað reglulega í síma við gamla vinkonu úr Vesturbænum, Margréti að nafni.

„Afi heyrði síðast í henni fyrr á árinu og tjáði hún honum þá að hún hefði áhyggjur af því að heilsa hennar færi hrakandi. Nú er svo komið að hann hefur ekkert heyrt í henni í nokkurn tíma, símanúmer hennar hefur verið aftengt en við höfum ekki rekist á dánartilkynningu sem gæti verið hún. Hann afa langar mjög gjarnan að vita um afdrif hennar.“

Andrea segir að Margrét sé fædd í kringum 1930, og hafi búið, að minnsta kosti fyrr á árum í vesturbæ Reykjavíkur. Afi hennar telji Margréti vera Sigfúsdóttur en þó geti verið að hann misminni. Þá endar símanúmerið hennar á tölustöfunum 0958.

Eftir að Andrea birti færsluna hefur hún uppfært hana, og bætt við upplýsingum: „Afi hitti Margréti í dagdvöl á Hrafnistu fyrir um tveimur árum og þannig komust símasamskiptin á. Hún bjó í Vesturbænum þegar hún var 16-17 ára.”

Um tíma taldi Andrea sig búna að finna konuna, og skrifaði athugasemd um það. En í gærkvöldi uppfærði hún færsluna á ný.

„Leitin heldur áfram, hún er enn ófundin.“

Þeir sem telja sig vita hver Margrét er og geta gefið Andreu upplýsingar um afdrif hennar eru eindregið hvattir til þess að senda henni skilaboð á Facebook.

Uppfært: Leitin heldur áfram, hún er enn ófundin.Uppfært: Smá viðbótarupplýsingar, afi hitti Margréti í dagdvöl á…

Posted by Andrea Sigurðardóttir on Fimmtudagur, 15. október 2020

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...