Lífshlaup föðurins og fráfall mótaði Blævi: „Á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og ein meðlima Reykjavíkurdætra, vakti verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína sem Hrefna, aðstoðarmaður Benedikts ráðherra í sjónvarpsþáttunum Ráðherrann. Eins og þeir sem séð hafa þættina vita stendur Hrefna í ströngu bæði í vinnunni og einkalífinu, og síðasta ár hefur einnig verið viðburðaríkt hjá Blæ, sem eignaðist frumburð sinn, son nú í júní. Í lok síðasta árs missti hún föður sinn.

Blær er nýjasti gestur Einkalífið á Vísi og þar segir hún meðal annars frá hvaða áhrif fráfall föður hennar hafði á hana, en faðir Blævar var útigangsmaður mest alla ævi sína, auk þess sem hann glímdi við fíkn og geðræn vandamál.

„Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér.

Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allir á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá til dæmis á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær.

Sonurinn fæddist á milli COVID-bylgna

Sonurinn Arnaldur Snær fæddist 13. júní, en hann er fyrsta barn Blævar og kærasta hennar, Guðmunds Felixsonar. Blær segir það skrýtið að eignast barn á tímum heimsfaraldurs, en fæðingin hafi sem betur fer verið á milli fyrstu og annarrar bylgju. „[Guðmundur] mátti vera með mér alla fæðinguna og á sængurdeildinni. Sem var frábært því ég var svo búin á því, ég hefði ekkert getað verið þarna ein.”

Blær segist hafa lært mikið af meðleikurum sínum í Ráðherranum, þeim Anítu Briem og Ólafi Darra Ólafssyni.

„Það sem ég tók mest frá þeim er hvað þau eru skemmtileg á [tökustað],” segir Blær sem viðurkennir að hún hafi verið mjög stressuð áður en fyrsti þátturinn kom út, enda eitt og hálft ár liðið frá tökum og margt búið að gerast í hennar persónulega lífi síðan.

Þáttinn má horfa á í heild sinni á visir.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Hermann og Alexandra eignast son

Hermann Hreiðarsson, þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta, og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir, fyrrum flugfreyja hjá Icelandair, eignuðust...