Lilja Ósk nýr formaður SÍK

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus var á fimmtudag kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK.

Lilja Ósk er með BSc gráðu í viðskiptafræði og hefur verið framkvæmdastjóri Pegasus frá árinu 2010, hún hefur yfir tuttugu ára reynslu úr kvikmyndabransanum. Hún hefur framleitt fjölda kvikmynda, sem margar hverjar hafa unnið til kvikmyndaverðlauna víðs vegar um heiminn, sem dæmi má nefna Bergmál, Arctic, Þresti og Sticks and Stones. Þá hefur Lilja einnig framleitt efni fyrir sjónvarp sem sýnt hefur verið á Íslandi og víðsvegar um Evrópu. Hjá Pegasus hefur Lilja komið að þjónustuverkefnum hér á landi fyrir nokkrar af vinsælustu sjónvarpsþáttaröðum í heimi; Game of Thrones, Succession og Fortitude.

Lilja Ósk er fyrsta konan til að taka við formennsku SÍK frá árinu 2000 þegar SÍK sameinaðist Framleiðendafélaginu. Aðrir í stjórn SÍK voru kjörin: Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures, Hilmar Sigurðsson frá SagaFilm, Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Productions, og Kristinn Þórðarson frá Biggest Deal.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...