Linda rifjar upp örlagaríkan dag: „Ég lamaðist og missti málið“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum alheimsfegurðardrottning, rifjar upp 9. september fyrir þremur árum í færslu á Facebook. Þann dag fékk Linda vægt heilablóðfall, en hún segir heilbrigðan lífsstíl hafa bjargað því að ekki fór verr.

„Í dag 9. september eru akkúrat 3 ár síðan ég fékk vægt heilablóðfall. Ég lamaðist og missti málið,“ skrifar Linda og birtir færslu frá 8. október fyrir þremur árum.

„Það sem bjargaði mér þarna var að ég hef lifað heilbrigðum lífsstíl til langs tíma. Sem betur fer urðu engar skemmdir á heila eða annarsstaðar í líkamanum. Slagæðar mínar voru hreinar og tærar en álagið á mér var heldur mikið; Stress getur drepið, segir Linda og segir það hafa verið ógnvekjandi að geta ekki tjáð sig eða hreyft.

Hún segir dóttur sína hafa setið við hlið hennar og komið með orðin sem öllu máli skipta: „Lífið er núna.“

„Það var lítil manneskja sem stóð við rúm mitt, hélt í hönd mér og horfði með sínum stóru dökkbrúnu augum djúpt í augu mín og sagði „Mamma, þetta verður allt í lagi. Ég elska þig.” Og hún hafði rétt fyrir sér. Munum; Lífið er núna.“

Linda heldur úti vinsælum kvennahópi á Facebook þar sem hún kennir konum heilbrigðan lífsstíl með góðum ráðum. Einnig heldur Linda námskeið um sama efni.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Forstöðumaður SA kominn í samband

Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og Daniel Barrios Castilla eru nýtt par.Davíð fagnar fertugsafmæli í dag...

Ólöf Kristín stýrir Listasafni Reykjavíkur áfram

Ólöf Kristín Sigurðardóttir hefur verið endurráðin til fimm ára sem forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.„Undir hennar stjórn hefur tekist...