„Markmið þessa pósts er að varpa ljósi á ofbeldi og mismunandi reynsluheim karla og kvenna“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þorsteinn V. Einarsson heldur úti Instagram-síðunni og hlaðvarpinu Karlmennskan. Þar fjallar hann um reynslusögur karla með því markmiði að uppræta íhaldssamar karlmennskuhugmyndir.

Í gær birti Þorsteinn færslu með svörum karla og kvenna við spurningunni: „Hvað myndu konur gera án allra karla næstu 24 klukkustundirnar? En karlar án kvenna?“

„Markmið þessa póst er að varpa ljósi á ofbeldi og mismunandi reynsluheim karla og kvenna,“ segir Þorsteinn um færsluna, sem hann byggir á og með leyfi @girlsagainstoppression sem vinna gegn ofbeldi og mismunun í Suður-Afríku.

Afgerandi munur er á svörum milli kynjanna, á meðan algengustu svör karlmannanna eru að þeir myndu ekki breyttu eða sakna kvennanna í lífi sínu þennan sólarhring, sýna svör kvennanna að flestar þeirra teldu sig loks óhultar og lausar við ógn eða öryggisleysi.

View this post on Instagram

👉Svörin (sjá lista) byggja á svörum nokkur hundruð íslenskra einstaklinga. Lang algengustu svör kvenna voru að fara berbrjósta eða nakin í sund, skokka eða göngutúr að kvöldi og upplifa öryggi og áhyggjuleysi. Svör strákanna voru ekki jafn fjölbreytt og oftast sögðust strákar að þeir myndu ekki gera neitt öðruvísi eða gráta því þeir myndu sakna kvennanna í lífi þeirra. 🤔Þessi átakanlegi munur á reynsluheimi karla og kvenna ætti að segja okkur að það ríkir ekki jafnrétti á Íslandi og ábyrgðin liggur hjá körlum. Ég veit vel að ekki eru allir menn vondir, en við erum ekki að einblýna á það. Staðreyndin er sú, einhverra hluta vegna, að nánast allar konur upplifa ógn eða öryggisleysi í heimi með körlum. Það ætti að vera fókusinn, en ekki að sumir menn séu rosa flottir gæjar. Enda snýst þetta ekki um einstaklinga, heldur samfélagsgerð þar sem karlar eru ekki gerðir ábyrgir gjörða sinna og konur upplifa ógn. ❗️ATH Pósturinn er inspired by @girlsagainstoppression sem vinna gegn ofbeldi og mismunun í Suðu-Afríku. Þessi póstur er gerður með þeirra leyfi. Tek þetta fram því póstinum þeirra, eða hugmyndinni, var stolið af ónefndum Dana og hann birti sem sína eigin hugmynd en sleit markmiðið úr samhengi. Markmið þessa póst er að varpa ljósi á ofbeldi og mismunandi reynsluheim karla og kvenna.

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) on

„Þessi átakanlegi munur á reynsluheimi karla og kvenna ætti að segja okkur að það ríkir ekki jafnrétti á Íslandi og ábyrgðin liggur hjá körlum. Ég veit vel að ekki eru allir menn vondir, en við erum ekki að einblína á það. Staðreyndin er sú, einhverra hluta vegna, að nánast allar konur upplifa ógn eða öryggisleysi í heimi með körlum. Það ætti að vera fókusinn, en ekki að sumir menn séu rosa flottir gæjar. Enda snýst þetta ekki um einstaklinga, heldur samfélagsgerð þar sem karlar eru ekki gerðir ábyrgir gjörða sinna og konur upplifa ógn,“ segir Þorsteinn, en svörin byggja á svörum nokkur hundruð íslendinga.

„Lang algengustu svör kvenna voru að fara berbrjósta eða nakin í sund, skokka eða göngutúr að kvöldi og upplifa öryggi og áhyggjuleysi,” segir Þorsteinn.

Hér má sjá svör kvennanna:

 1. Göngutúr að kvöldi
 2. Fara í sund ber að ofan
 3. Fara í sund allsber
 4. Fresta sálfræðitímanum mínum
 5. Ein út að hlaupa að kvöldi
 6. Ekki vera í brjóstahaldara
 7. Hafa bíllyklana í vasanum en ekki í hendinni
 8. Labba 300 metrana út í búð að kvöldi
 9. Út að hlaupa með músík í eyrunum
 10. Sofa
 11. Ekki raka mig fyrir sund
 12. Birta mynd af mér án þess að karlmaður sendi óviðeigandi skilaboð
 13. Tjá mig á samfélagsmiðlum án þess að vera hrædd um að karlmaður geri lítið úr mér
 14. Labba um í þröngum buxum án þess að vera sexualised
 15. Húkka mér far eitthvert
 16. Fara út í þrengsta kjólnum mínum án þess að finnast ég vera að biðja um eitthvað
 17. Lyfta þungum lóðum án þess að fá óumbeðna leiðsögn
 18. Finnast ég vera örugg
 19. Ferðast um heiminn örugg og áhyggjulaus
 20. Ekki vera með backup plan í leigubíl
 21. Pósta nærfatamyndum á samfélagsmiðla
 22. Labba í Heiðmörk að kvöldi til
 23. Breyta kvenfjandsamlegum lögum
 24. Sofa ein undir berum himni
 25. Dansa á skemmtistöðum og skilja drykkinn eftir á borðinu
 26. Ekki vera hrædd um drykkinn minn á djamminu
 27. Drekka mig fulla áhyggjulaus
 28. Samþykkja nýju stjórnarskrána
 29. Fara í ræktina
 30. Vera í íþróttatopp í ræktinni
 31. PTSD myndi lagast mikið
 32. Klæðast því sem ég vil
 33. Skemmta mér áhyggjulaus
 34. Hætta að læsa bílnum strax
 35. Djamma án áreitis

„Oftast sögðust strákar að þeir myndu ekki gera neitt öðruvísi eða gráta því þeir myndu sakna kvennanna í lífi þeirra,” segir Þorsteinn.

Hér má sjá svör karlanna:

 1. Hitta strákana
 2. Eyða slatta tíma í að gráta
 3. Ekki neitt
 4. Lifa eins
 5. Ekkert öðruvísi
 6. Horfa á Netflix og fara í ræktina, eins og venjulega
 7. Væri alveg týndur
 8. Spila Fifa og drekka bjór
 9. Njóta þess að setja ekki niður setuna
 10. Leiður, allir nánustu vinir mínir eru konur
 11. Spila Call of Duty með boys
 12. Fara snemma að sofa
 13. Halda mig innan dyra á meðan hinir karlmennirnir væru að slást um alpha male titilinn
 14. Við værum sennilega bara 2-3 á vakt að hjálpa öldruðum upp fyrir morgunmat
 15. Fela mig og ekki fara út fyrr en þær kæmu aftur
 16. Sama og ég geri venjulega

„Ég veit vel að ekki eru allir menn vondir, en við erum ekki að einblína á það. Staðreyndin er sú, einhverra hluta vegna, að nánast allar konur upplifa ógn eða öryggisleysi í heimi með körlum. Það ætti að vera fókusinn, en ekki að sumir menn séu rosa flottir gæjar. Enda snýst þetta ekki um einstaklinga, heldur samfélagsgerð þar sem karlar eru ekki gerðir ábyrgir gjörða sinna og konur upplifa ógn.“

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira