Metsala á kynlífsjóladagatölum: „Mikilvægt að hlúa að sambandinu og viðhalda spennandi kynlífi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush.is, býður Íslendingum upp á kynlífsjóladagatöl fimmta árið í röð og er metsala á þeim núna í ár, þrátt fyrir að sala sé aðeins nýhafin.

„Við höfum nú þegar selt tvöfalt magn miðað við það sem við seldum í fyrra, og salan er enn þá í fullum gangi. Þetta kemur okkur þannig séð ekki á óvart, enda er dagatalið einstaklega veglegt í ár,“ segir Gerður í samtali við Mannlíf.

Gerður Huld eigandi Blush.is
mynd / Aðsend

„Dagatalið inniheldur meðal annars 4 endurhlaðanleg tæki sem eru virkilega vegleg. Viðskiptavinum finnst þetta greinilega spennandi, og við finnum að þeir sem hafa „svindlað“ og opnað dagatalið strax þeir eru virkilega ánægðir með innihaldið.“

Dagatalið í ár er dökkblátt og rósagyllt. Allar vörur eru framleiddar fyrir dagatalið sjálft.
Mynd / Aðsend

Fimm ár eru síðan Gerður hóf að bjóða jóladagatöl til sölu, og segist hún hafa fundið strax þá að mikil eftirspurn var eftir dagatölunum og fólki fannst þau spennandi.

„Enda var það í fyrsta skiptið sem að fólk gat keypt fullorðins dagatal á Íslandi. Það seldust um 800 stykki fyrsta árið, en þar sem við vorum að gera þetta í fyrsta skiptið þá seldust þau upp hjá birgja áður en ég náði að kaupa meira en annars hefðum við getað selt fleiri eintök,“ segir Gerður, sem lærði af þeim mistökum og keypti fleiri eintök árið á eftir.

Af hverju er þessi mikla eftirspurn eftir kynlífsjóladagatali?

„Fyrir utan það að dagatalið er mjög fallegt og veglegt í ár, þá virðist sala á kynlífstækjum líka hafa stóraukist í COVID-19 faraldrinum. Fólk virðist vera meira  heima og að huga að sambandinu sínu. Fólk er líka alltaf að verða meðvitaðra um að það er mikilvægt að hlúa að sambandinu og viðhalda spennandi kynlífi,“ segir Gerður.

Jöfn kynjaskipting kaupenda

Ólíkt mörgum öðrum vörum sem keyptar eru, þar sem konur eru í meirihluta kaupenda, þá er mjög jöfn kynjaskipting hjá þeim sem kaupa jóladagatalið að sögn Gerðar.

„Það er mikið af karlmönnum að kaupa dagatalið til að koma konunum sínum á óvart til dæmis, og við höfum fengið ófá skilaboð frá einstaklingum sem eru að biðja okkur að pakka inn eða senda kort með pakkanum með sérstökum skilaboðum. Það er eitthvað einstaklega rómantískt við það,“ segir Gerður.

„Annars eru þetta öll kyn og eintaklingar á öllum aldri sem eru að versla. Við sjáum líka að stór hluti þeirra sem er að kaupa dagatalið í ár keypti dagatalið hjá okkur i fyrra líka og er það ágætis merki um að fólki finnist þetta skemmtilegt konsept.“

Allar frekari upplýsingar um jóladagatalið má finna á heimasíðu Blush.is.

Í myndbandinu hér fyrir neðan fer Gerður yfir dagatalið og innihald þess. Þeir sem ekki vilja kíkja í pakkana fyrirfram ættu ekki að kveikja.

Jóladagatalið og daglegur rekstur er þó ekki það eina sem Gerður vinnur að, því flutningar eru framundan hjá Blush, sem er búið að sprengja utan af sér núverandi húsnæði.

„Við stefnum á að sameina alla okkar starfsemi og opna nýja verslun eftir áramót þar sem við getum verið með vöruhús og skrifstofur á sama stað, en hingað til þá höfum við verið með lagerinn á fjórum stöðum og þeir starfsmenn sem vinna ekki við afgreiðslu í búðinni hafa verið með vinnuaðstöðu heima hjá sér,“ segir Gerður spennt fyrir flutningunum.

„Það verður því mikil hagræðing og gaman þegar við fáum afhent 860 fm húsnæði á næsta ári þar sem allir geta unnið undir sama þaki.“

Staðsetning nýju verslunarinnar verður tilkynnt fljótlega. „Við lofum því að þó svo að verslunin okkar sé að fara úr Hamraborg þá verður nýja húsnæðið mjög miðsvæðis með góðu aðgengi.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira