Minningarsjóður styrkti frú Ragnheiði um 4 milljónir: „Hefði ekki þurft að deyja“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík, safnaði fyrir nýjum bíl nú í október og stefndi að því að safna 10 milljónum með aðstoð almennings. Markmiðið náðist, en 11 milljónir söfnuðust.

„Aldrei hefði okkur grunað að við myndum vera nálægt því að ná markmiðinu. Í gær, þegar Frúin fagnaði 11 ára afmæli á lokadegi söfnunar, gerðist eitthvað kraftaverki líkast. Það gleður okkur að tilkynna að við náðum að safna 11 milljónum á 11 starfsári okkar,“ segir í færslu frú Ragnheiðar.

Sjá einnig: Frú Ragnheiður fær nýjan bíl: „Þið eruð mörg sem eigið hlut í hjarta verkefnisins“

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er um að ræða sérútbúinn bíl, sem keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir heimilislausum einstaklingum skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðis- og nálaskiptaþjónustu.

Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar lagði 4 milljónir til söfnunarinnar, en minningarsjóðurinn var stofnaður af ættingjum og vinum Lofts, sem lést árið 2012, aðeins 32 ára gamall. Banamein hans var blæðandi magasár.

Gunnar Hilmarsson tónlistarmaður var mágur Lofts, og í viðtali við Ísland í dag, sem birtist í gærkvöldi, segir Gunnar að framkoma gagnvart heimilislausum og öðrum jaðarsettum hópum hafi verið til skammar á þeim tíma sem Loftur lést, en Loftur sem var heimilislaus hafði ítrekað reynt að fá viðeigandi læknisþjónustu, en mætti fordómum vegna stöðu sinnar.

„Bæði hvernig komið var fram við þennan hóp, fordómarnir, skömmin og á þessum tímapunkti árið 2012 ákváðum við að það þyrfti að gera eitthvað í þessu og við gætum allavega í hans nafni hjálpað til að vera rödd sem reynir bæði að útskýra og berjast fyrir því að réttindum þessa hóps sem fylgt. Það er ekkert verið að biðja um neitt meira. Það hefur tekist pínulítið þó það sé mikið eftir,“ segir Gunnar í viðtali við Frosta Logason, og bætir við að staðan í dag, átta árum síðar, sé mikið mikið betri.

Viðtalið má lesa og hlusta á í heild sinni hér.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira