Misskildir lagatextar: „Leyfðu mér að hefta prestinn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlist er eitthvað sem við tengjum flest við, hvort sem við búum hana til, flytjum hana eða hlustum á hana, eða bara þetta allt þrennt.

Við eigum það líka örugglega öll sameiginlegt að hafa einhvern tíma heyrt allt annan texta en þann sem sunginn er, hvort sem lagið er á íslensku eða öðru tungumáli.

Breski grínistinn, Peter Kay, fer í bráðskemmtilegu uppistandi sínu yfir nokkur alþekkt lög, þar sem hann heyrði eitthvað allt annað en sungið er.

Fyrst tekur hann fyrir lag Sister Sledge, We Are Family. Þar sem sungið er í textanum „Just let me state for the record,“ sem útleggja má á því ástkæra ylhýra sem „Ég vil að það sé skráð niður“ heyrir Kay sem „Just Let Me Staple The Vicar“ eða „Leyfðu mér að hefta prestinn,“ sem er líklega einhver allt annar texti.

Myndbandið er ekki nýtt af nálinni, heldur 10 ára gamalt! Jú mikið rétt, Kay flutti atriðið í fyrsta sinn á uppistandssýningum sínum Tour That Didn´t Tour árin 2010-2011. Kay sem varð 45 ára nú í ágúst hugðist endurtaka sýningarnar árið 2018, en varð þá að fresta vegna persónulegra ára og núna í ár setti kórónuveirufaraldurinn strik í reikninginn.

En myndbandið sýnir að gott grín er gott grín og tímalaust, eins og þessi ágætu lög, hvað svo sem okkur heyrist sungið um.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira