Mun ekki lifa næstu jól – 3 ára drengur með krabbamein fær jól í september

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þegar Laura og Ashley Price fengu þær fréttir að þriggja ára sonur þeirra, Ellis, sem glímir við banvænt krabbamein myndi ekki lifa næstu jól, ákváðu þau að halda jólin fyrir soninn, í byrjun september.

Þau skreyttu garðinn á heimili fjölskyldunnar í Bretlandi, fengu jólasveinn í heimsókn og klæddu smáhest upp sem hreindýr. Til að setja svo punktinn yfir i-ið eða snjóinn yfir hátíðahöldin, leigðu þau snjóvél.

Ellis fékk pakka og kort eins og vera ber á jólum

Eftir að hafa gætt sér á ekta jólamat, horfðu þau á jólamyndir í tjaldi út í garði. Foreldrar Ellis höfðu nokkrum dögum áður sagt sögu hans í The Sun og biðlað til fólks um að senda syninum jólakort. Lesendur víðs vegar um Bretland tóku vel í beiðnina og sendu honum kort og gjafir.

Jól í september

Fyrir ári síðan fór Ellis í aðgerð eftir að sneiðmyndataka leiddi í ljós að hnúður var í höfði hans. Læknar greindu síðan æxli sem hefur áhrif á miðtaugakerfi hans.

„Þetta eru síðustu jól Ellis, þannig að við höfum sett hátíðahöld heillar ævi saman í einn dag,“ sagði móðir hans við The Sun. „Hann átti mjög góð jól, að sjá hann brosa gerði þetta allt þess virði.“

Ellis með foreldrum sínum

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...