Mynd dagsins: „COVID-öruggur með grímu míns yngra sjálfs“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Macaulay Culkin, sem varð heimsþekktur fyrir hlutverk hans sem Kevin í Home Alone kvikmyndunum vinnur internetið þessa vikuna með mynd af sér með grímu sem sýnir hann í einu af óborganlegum atriðum fyrstu myndarinnar.

Culkin birti sjálfu af sér með grímuna á Twitter og uppskar fullt af lækum og athugasemdum frá fylgjendum sínum.

Á myndinni má sjá eftirlíkingu af Empire State byggingunni í New York í Bandaríkjunum, sem er bein tilvísun í plakat kvikmyndarinnar Home Alone 2: Lost in New York. Gríman sýnir svo neðri helming öskrandi Kevin í myndunum.

„COVID-öruggur með grímu míns yngra sjálfs. Ekki gleyma að nota grímur, gott fólk,“ segir Culkin, sem varð fertugur á árinu, en hann var 10 og 12 ára þegar hann lék í myndunum Home Alone (1990) og Home Alone 2: Lost in New York (1992). Þrjár framhaldsmyndir fylgdu í kjölfarið sem Culkin kom ekki að.

Myndbirtingin vakti grínistann upp í mörgum. „Ætlar þú að pósta mynd af þér með grímuna?“, skrifaði einn og annar: „Hver þarf grímuna samt þegar þeir eru einir heima?“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira