Nína ekki ólétt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nína Richter ljósmyndari og rithöfundur og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi á RÚV leiðréttir fjölda hamingjuóska í færslu sinni á Twitter:

„Sonur minn (4) hefur núna sagt öllum á leikskólanum og í grunnskóla systur sinnar að ég sé með barn í maganum, sem er alls ekki rétt. Núna fæ ég hamingjuóskir úr öllum áttum með tilheyrandi vandræðagangi,” segir Nína.


Ummæli hennar vekja kátínu og hafa nokkrir skrifað álíka reynslusögur.
„Ég (46) tikynnti á leikskólanum, fjögurra ára, að ekki fengi ég systkini því að það vantaði kalk í punginn á pabba. Foreldrar mínir fréttu þetta seint og illa. Litla systir mín er raunveruleg,“ segir Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari á Fréttablaðinu.


„Sonur sagði kennaranum sínum að ég væri ólétt „eins og svínið í Húsdýragarðinum“ af því ég „borðaði of mikið.“ Æðisleg börn sem við eigum,“ skrifar ein.


„Það var einmitt tímabil þegar ég var á leikskóla að margir áttu óléttar mömmur og vinur minn sagði að mamma sín væri líka ólétt. Einhver fullorðin efaðist og spurði hann nánar: „en hún er ekki með neitt stóra bumbu?“. Hann svaraði þá fljótur „Hún er sko með tvö, í brjóstunum“, skrifar einn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...