Nomadland hlaut Gullna ljónið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bandaríska kvikmyndin Nomadland, sem leikstýrt er af hinni kínversku Chloé Zhao, vann Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Ástralska leikkonan Cate Blanchett var formaður dómnefndar, en hátíðin fór nú fram í 77. sinn og er kvikmyndahátíðin sú elsta í heimi.

Zhao er fyrsta konan í áratug til að vinna Gullna ljónið, en hún skrifaði einnig handrit myndarinnar.

Frances McDormand fer með aðalhlutverkið, en myndin fjallar um ekkju sem lifir sem flökkumaður í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008.

Kvikmyndirnar, New order, eftir mexíkóska leikstjórann Michel Franco, og Wife of a Spy, eftir japanska leikstjórann Kiyoshi Kurosawa, unnu silfurljónin. Breska leikkonan Vanessa Kirby var valin besta leikkonan og ítalski leikarinn Pierfrancesco Favion var valinn besti leikarinn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

8 framsæknar kvikmyndir keppa um verðlaun á RIFF

RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst 24. sept­em­ber. Vitran­ir eru aðal­keppn­is­flokk­ur hátíðar­inn­ar og í hon­um eru keppa...

Skjaldborg opnunarhátíð Bíó Paradísar

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, verður opnunarhátíð Bíó Paradísar sem hefur verið lokað síðan kórónuveirufaraldurinn skall á um miðjan mars....