Ný hlið Geirs: Öldungur tekst á Dollý Parton, Grindavík, náttúruöflin og dauðann sjálfan

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Geir Ólafsson söngvari sýnir svo sannarlega á sér nýja hlið í nýjasta lagi sínu og myndbandi, Tíminn.

Þar bætir Geir við sig allmörgum árum með hjálp förðunarfræðings, flytur til Grindavíkur í hús lánað af vinum hans, þar sem hann horfir ábúðarfullur yfir hraunið og bæinn, áður en hann tekst á við fjallið Þorbjörn, bæjarfjall og stolt Grindvíkinga, djúpar tilfinningar og pælingar um dauðann sjálfan.

Pétur Arnar Kristinsson, arkitekt og tónlistarmaður semur lagið, sem hann segir vera rokkóperu, en lagið hefur verið lengi í smíðum. Í viðtali við Vísi segir Pétur að hann hafi fengið Geir til að syngja inn á demo lagsins árið 2012.

„Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“

Friðrik Grétarsson tók myndbandið, sem eins og áður segir er tekið upp í Grindavík, nágrenni Keilis, Heiðmörk og við Úlfarsfell, Þóra Ólafsdóttir sá um förðun, og dóttir Geirs leikur afabarn hans. Hundurinn, Dollý Parton, á svo sína innkomu.

Pétur Arnar er með fleiri lög í smíðum, en tíminn leiðir í ljós hvort Geir mun syngja þau líka.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira