Nýtt lag frá Bubba og plata á leiðinni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bubbi Morthens sendi í dag frá sér nýtt lag, Sól rís, en lagið er fyrsta lagið af ellefu laga plötu sem kemur út eftir áramót.

„Það er það sem gerist alltaf alveg sama hvað. Sólin rís og sólin sest,“ segir Bubbi sem segir hugmyndina að laginu hafa sprottið úr Fiðlaranum á þakinu frá laginu Sól rís, sól sest. Bubbi frumflutti lagið í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í morgun og má hlusta á viðtalið í heild hér.

„Í 98% tilfella sest ég niður og ákveð að búa til lag, þá er það búið að blunda aðeins í mér. Þá er ég búin að hugsa að mig langi til að semja um þetta. Um leið og þú sest niður og byrjar á lagi þá verður til annað lag og annað lag og annað lag. Fyrir þessa plötu hafði ég úr að velja einhvers staðar í kringum 60 lög.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira