Páll Óskar frestar stórafmælistónleikum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ákveðið að fresta stórafmælistónleikum sínum á annað sinn. Páll Óskar varð fimmtugur 16. Mars og ætlaði þá að halda upp á afmælið með tónleikum. Vegna kórónuveirufaraldursins var þeim frestað til 10., 11 og 12. september. Vegna núverandi fjöldatakmarkana á samkomum þarf Páll Óskar að fresta aftur og eru nýjar dagsetningar 4., 5. og 6. mars 2021.

Páll Óskar tilkynnti þetta í færslu á Facebook í gærkvöldi.

„Ég vil bara þakka ykkur öllum fyrir þolinmæðina og biðlundina. Þið eruð dyggustu og yndislegustu tónleikagestir í heimi. Þegar við „sjáumst aftur“ í mars 2021, þá verða endurfundirnir bara ánægjulegri fyrir vikið.”

Tónleikagestir geta valið að fá sína miða endurgreidda með því að hafa samband við tix.is. Þeir sem vilja halda sínum sætum þurfa hins vegar ekkert að gera.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira