Ragnar Þór fagnar bómullarafmæli: „Elska þig út í Bónus og til baka“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur ærna ástæðu til að fagna í dag, en hann og eiginkona hans, Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari, eiga tveggja ára brúðkaupsafmæli í dag, en það mun vera bómullarbrúðkaup.

Ragnar Þór fagnar deginum í skemmtilegri færslu á Facebook:

„Við eigum víst brúðkaupsafmæli í dag. Það er sko engin lognmolla með þessari elsku.
Hún finnur alltaf einhver ný ævintýri fyrir okkur að upplifa.

Við ætlum að fagna þessu brúðkaupsafmælisári, eins og því síðasta, með Team Rynkeby sem er helsti styrktaraðili Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og safna fyrir félagið áheitum og styrkjum með því að hjóla og hjóla og hjóla…. frá Kaupmannahöfn til Parísar ef vírusar leyfa.

Guðbjörg er fyrsta konan sem ég giftist og á hún þann sérstaka stað í hjarta mínu. Það sama verður nú ekki sagt um hana, en ég get þó huggað mig við það að hún hefur ekki verið gift neinum lengur en mér.

Til hamingju með daginn ástin mín. Elska þig út í Bónus og til baka. Þú gerir lífið dásamlegt frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar. Nema þegar þú ferð í fílu eða verður pirruð út í mig.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Hermann og Alexandra eignast son

Hermann Hreiðarsson, þjálfari og fyrrum atvinnumaður í fótbolta, og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir, fyrrum flugfreyja hjá Icelandair, eignuðust...