Ronaldo í einangrun með COVID-19

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo, sem leikur með Juventus, er kominn í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19.

Innan við sólarhringur er síðan Ronaldo borðaði með liðsfélögum sínum í portúgalska landsliðinu.

Samkvæmt tilkynningu er Ronaldo hress og án allra einkenna. Hann lék allan leikinn á móti Frakklandi í Þjóðadeildinni á sunnudag og einnig í leik móti Spáni í síðustu viku. Ronaldo missir af leik í Þjóðadeildinni gegn Svíþjóð á morgun, og spurning er með leiki helgarinnar og næstu viku.

Félagar hans í landsliðinu fóru í skimun í dag og var hún neikvæð.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira