- Auglýsing -
Kærustuparið Rúrik Gíslason , fyrrum fótboltamaður, og Nathalia Soliani, fyrirsæta, eru nú stödd í heimalandi Nathaliu, Brasilíu.
Í gær birtu þau myndir af sér á Instagram teknar á náttúruverndarsvæðinu í Pedra Branca, þar má sjá Rúrik hanga fram af kletti og við fyrstu sýn virðist um mikla fífldirfsku að ræða og hátt fall ef Rúrik missir takið.
Fallið er þó aðeins um 2 metrar, en staðurinn er vinsæll áfangastaður ferðaamanna og heitir Pedra do Telégraphe.