Sakaris sendir frá sér lagið Breathe – Vertu með í beinu spjalli í kvöld

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sakaris Emil Joensen, sem má lýsa sem hinum „færeyska Beck Hansen“ sendir í dag frá sér nýtt lag, Breathe og ásamt laginu kemur skemmtilegt myndband í leikstjórn Tom Hannay, sem tekið er upp í miðborg Reykjavíkur. Lagið er það fyrsta sem kemur út af af plötunni I can do better sem kemur út þann 15. janúar.

Leikstjóri og höfundur myndbandsins Tom Hanney er enskur tónlistarmaður, starfandi á Íslandi. Hann hefur kennt tónlist á Englandi, en meðal nemenda hans eru Emiliana Torrini og börn hins ástralska Nick Cave.

Mynd / Tom Hannay

Sakaris fylgir útgáfu lagsins eftir með spjalli í beinu streymi á Instagram-síðu sinni og Facebook-síðu sinni, sem hefst klukkan 19.00 í kvöld, föstudaginn 20. nóvember.

Sakaris fer sjálfur með aðalhlutverk í myndbandinu en auk hans koma fram Sigrún Hanna Löve og José Andersen (einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Andervel).

Tónlist Sakaris er dansvæn og full af galsa og angist á sama tíma. Textarnir eru sungnir á ensku og fjalla á gáskafullan hátt um baráttuna við sjálfið, karlmennskuna og leitina að sjálfum sér.

Auk þess að sinna sólóferli hefur Sakaris skapað sér nafn sem einn af færustu pródúserum á Íslandi en hann starfar í stúdíó E7 á Granda. Hann er einn af nánustu samstarfsmönnum samlanda síns Janusar Rasmussen, sem er annar pródúsera lagsins, Janus var tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrr á árinu fyrir fyrstu sólóplötuna sína, Vín. Janus er einnig annar meðlima Kiasmos og forsprakki hljómsveitarinnar sálugu Bloodgroup.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Baggalútur aflýsir jólatónleikum

Hljóm­sveit­in Baggal­út­ur hef­ur aflýst jóla­tón­leik­um sín­um í Há­skóla­bíói í des­em­ber 2020. All­ir miðar verða end­ur­greidd­ir.Baggal­út­ur mun þess...

Mugison stýrir Aldrei fór ég suður

Örn Elías Guðmundsson tónlistarmaður, Mugison, hefur verið ráðinn rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin er...