Sara lýsir ofbeldissambandi með alræmdum handrukkara: „Ég var gjörsamlega í tætlum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sara Piana er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Sara, sem hefur í gegnum árin verið umtöluð á Íslandi, hefur hingað til ekki farið í viðtöl í íslenskum fjölmiðlum, en fannst tími til kominn að segja sögu sína, einkum og sér í lagi þar sem hún er nú alfarið flutt til landsins og ætlar að hefja hér næsta kafla í sínu lífi. Hún segir í þættinum sögur af þvi hvernig heimili hennar og Rich Piana var fullt af peningum og sterum í öllum hornum þegar líferni Rich náði hámarki.

Sjá einnig: Sara segir frá ævintýralegri sambúð með Rich: Sterakassar og reiðufé falið um alla íbúð

Sara segist ekki hafa hugsað sér þessa tegund af lífi þegar þau kynntust og segir eftir á að hyggja hafi þetta verið mjög skrautlegt á köflum, en að á endanum sé þetta allt saman lífsreynsla og að hún sjái ekki eftir neinu. Mögulega hafi hún enn verið með skekkju í sér eftir langt ofbeldissamband sem hún var í þegar hún var yngri, sem endaði með því að hún þurfti að flýja land. Lýsir Sara aðdraganda að kynnum þeirra, en hún og vinkona hennar sóttu um vinnu á ljósastofu sem hann var að opna. Áður en hún vissi af voru þau byrjuð saman.

„Hann varð edrú og var það í einhvern tíma, sex mánuði. Síðan fór allt niður á við um leið og hann féll. Hann var allt annar maður fyrst […] En þegar hann féll beitti hann mig mjög miklu líkamlegu ofbeldi og andlegu, og þetta var orðið að vítahring sem ég komst ekki úr. Hann „köttaði“ á öll samskipti við fjölskyldu og vini. Ég mátti ekki hafa síma,“ segir Sara. „Hann var náttúrulega í bullandi neyslu, og var sjálfur að selja stera og fíkniefni og var handrukkari og fleira. Hann var frekar hættulegur, við skulum orða það svoleiðis. Var greinilega mjög stór í undirheimunum, sem ég vissi ekki fyrst, komst bara að þessu öllu saman,“ segir hún.

Orðinn skugginn af sjálfri sér

,,Þetta er án vafa versti tími lífs míns og ég var bara orðin skugginn af sjálfri mér. Þegar maður er í ofbeldissambandi af þessu tagi verður maður bara hræddur við allt. Það er erfitt að skilja það fyrir þá sem hafa ekki prófað hvernig er að vera í þeirri stöðu að vera bara barinn í spað ef maður gerir eitthvað sem aðilanum mislíkar. Það gerðist ítrekað að ég var dregin á hárinu, hent í gólfið og sparkað í mig aftur og aftur og í raun bara of margt til að telja það upp,“ segir Sara. „.Þegar maður er í svona ofbeldissambandi þá er maður svo rosalega hræddur og maður bara einhvern veginn fer í kúluna sína og þorir engu því ef maður gerir eitthvað rangt þá er maður bara barinn í spað […] Maður er tekinn upp á hálsinum, hent upp við vegginn og hent í gólfið og sparkað í mann og bara alls konar.“

Með innanbúðarmann í lögreglunni

Sara segir að það hafi verið erfitt að flýja, kærastinn hafi hótað fjölskyldu hennar og hún óttaðist um líf fjölskyldu sinnar. „Hann hótaði mömmu oft með hafnarboltakylfu og pabba mínum með exi. Þetta var þegar þau voru að reyna að hjálpa mér í burtu. Hann var með stráka sem gerðu allt fyrir hann, sama hvað það var. Hann var mjög hættulegur, eða gat verið það. Hann vildi bara ekki sleppa mér, hann ætlaði að drepa mömmu mína og hundana mína ef ég myndi ekki gera eins og hann sagði.“

Segist hún að móðir hennar hafi reynt að kæra hann til lögreglunnar, en hann hafi alltaf frétt af því og þá hafi ofbeldið orðið verra.

„Hann hótaði því ítrekað að drepa mömmu mína, en alltaf þegar hún reyndi að kæra frétti hann af því af því að hann var með einhvern innanbúðarmann inni í lögreglunni. Og þá varð allt bara tíu sinnum verra. Hann braut oft rúður í íbúð mömmu minnar og rústaði bílnum hennar og fleira í þeim dúr. Þannig að óttinn var bara orðinn algjör.”

21 árs gömul tókst Söru að flýja frá manninum með aðstoð móður sinnar, og eftir aðhlynningu á spítala flúði Sara úr landi.

,,Þetta náði loksins því stigi að ég hugsaði að ég myndi deyja ef ég kæmist ekki í burtu og ég yrði að flýja. Mamma var búin að bíða í bílnum í nágrenni við íbúðina í nærri þrjá daga samfellt þegar rétta tækifærið kom þegar hann var sofandi. Þegar ég loksins komst út var ég keyrð beint upp á spítala, enda var ég gjörsamlega í tætlum. Búið að rífa af mér mikið af hárinu og öll blá og marin. Ég var ekki skráð inn á spítalann af ótta við að hann gæti fundið mig og síðan um morguninn fór ég beinustu leið upp á flugvöll. Lögreglan fylgdi mér alla leið frá spítalanum og alveg inn í flugvélina, af því að hann var með tengsl út um allt.”

Sara segist gífurlega glöð yfir því að vera komin aftur til Íslands eftir öll þessi ár erlendis:

,,Það tók mig mánuð að komast heim. Öllum flugum alltaf frestað og ástandið í Bandaríkjunum er bara ekki skemmtilegt. Þannig að ég var mjög fegin þegar ég komst loksins í burtu þaðan,” segir Sara, sem lærir nú hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.

,,Það er bara æðislegt að vera komin aftur heim og ég er mjög bjartsýn fyrir framtíðinni og hlakka til þess að byrja þennan nýja kafla.”

Ofangreint er aðeins brot af viðtalinu við Söru. Í þættinum ræða Sölvi og Sara um tímabilið þegar hún fór langt inn í Fitness-heiminn eftir að hún flutti til Bandaríkjanna og síðan frá skrautlegu líferni hennar með Rich Piana, sem oft var öðruvísi en það virkaði út á við. Sara lærir nú hjúkrunarfræði og hlakkar til næsta kafla í sínu lífi, eftir að hafa fengið margfaldan æviskammt af dramatík, eins og hún segir sjálf.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Harpa og Júlíus selja glæsieignina á Kársnesi

Harpa Þórunn Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, og Júlíus Kemp, kvikmyndagerðarmaður, hafa sett einbýlishús sitt við Kársnesbraut á...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -