Sentimetrar skildu milli lífs og dauða í vinnuslysi hjá Orra: „Fer reglulega ofan í lest í huganum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Orri Freyr Hjaltalín er nýr þjálfari Þórs frá Akureyri, en hann gerði nýlega þriggja ára samning við félagið. Orri á að baki 368 meistaraflokksleiki á sínum leikmannsferli, en hann spilaði meðal annars með Þórsurum.

Fyrir rúmu ári síðan lenti Orri í mjög alvarlegu vinnuslysi þar sem hann vann við löndun í Hafnarfjarðarhöfn 18. júlí. Bretti með 850 til 900 kílóum af fiski féll ofan á Orra niður í lest togara og miðað við áverkana sem hann hlaut er hann stálheppinn að hafa sloppið lifandi frá slysinu. Batinn hefur þó verið ótrúlegur að sögn lækna.

Orri hefur ekki rætt opinberlega um slysið fram að þessu, en gerir það í viðtali á Akureyri.net.

„Hefði ég staðið 10 sentimetrum framar eða til hægri hefði ég steindrepist,“ segir Orri, sem er búsettur í Grindavík ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Erlingsdóttur og þremur börnum þeirra.

Fékk á sig 850-900 kg af fiski

Orri var lánaður til fyrirtækis í Hafnarfirði þar sem landað var úr grænlenskum togara, verklagið var ólíkt því sem er í Grindavík þar sem löndunarmenn stafla sjálfir á bretti í lestinni, þar var allt tilbúið á brettum sem húkkuð voru á krana og hífð úr lestinni, og segir Orri að ekki hafi verið nógu vel raðað á brettin.

„Það var síðasta brettið sem hrundi ofan á mig – 850 til 900 kíló af fiski. Allt brettið var vandlega plastað svo ekki einn kassi datt af því. Ég fékk allan þungann ofan á mig,“ segir Orri sem var með meðvitund allan tímann og man vel það sem gerðist.

Tveir aðrir voru með Orra í lestinni sem hófu að taka kassana af honum. Drjúga stund tók fyrir sjúkraflutningamenn að komast niður í lestina og að koma Orra upp úr henni, og lá Orri þar í tvo klukkutíma í 30 til 40 stiga frosti.

Læknar trúa ekki góðu bataferli

Orri segist strax hafa áttað sig á því að eitthvað alvarlegt var að, en hann var þríhryggbrotinn, sjö rifbein brotnuðu, lunga féll saman og innvortis blæðingar voru miklar. Orri fór ekki í aðgerð vegna hryggbrotsins, heldur var hann settur í spelkur sama dag og látinn ganga, en læknar vildu reyna á að láta beinin gróa af sjálfu sér. Hann er kominn langt í bataferlinu og segir hann lækna varla trúa því hve hratt hann hafi náð sér.

„Ég er kominn ótrúlega langt í bataferlinu, er sagður langt á undan áætlun. Kannski er það vegna þess hve þrjóskur ég er, mér er sagt að ég hafi bara einn gír – fulla ferð áfram!,“ segir Orri sem segir slysið rifjast reglulega upp.

„Já, ég fer reglulega ofan í lest í huganum og velti því fyrir mér að mun verr hefði getað farið. Ég verð að viðurkenna að það eru oft erfiðar hugsanir.“

Viðtalið við Orra af Akureyri.net má lesa í heild hérna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Svala og Kristján fengu sér paraflúr

Kærustuparið Svala Björgvins, söngkona, og Kristján Einar Sigurbjörnsson, sjómaður, innsigluðu ástina með húðflúri í gær.Svala fékk...