Sex barna móðir lést vegna COVID-19: Fæddi heilbrigðan son daginn áður

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ashley Gomez, 30 ára hjúkrunarfræðingur og sex barna móðir, lést af völdum COVID-19 kórónuveirufaraldursins sunnudaginn 3. janúar.

Fjölskyldan býr í Northridge í Bandaríkjunum og var Gomez gengin 37 vikur með sjötta son sinn þegar hún fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum, sem er eitt einkenna sjúkdómsins.

„Síðan byrjaði hún að fá hóstaköst og hita,“ segir eiginmaður hennar, Wilber Gomez, í viðtali við ABC 7 og bætir við að eiginkona hans hafi verið staðráðin í að vinna bug á veirunni heima við.

„Hún reyndi að ná bata heima fyrir. Hún var alveg: „Nei ég get þetta, ég get gert þetta. Hún var vön að berjast í gegnum allt.“

Fjölskylda Ashley sannfærði hana að lokum um að fara á sjúkrahús og hún var lögð inn á Kaiser Woodland Hills spítalann, þar sem heilsu hennar hrakaði stöðugt. Var hún sett í bráðakeisara og sonurinn Corey fæddist alheilbrigður.

Sökum veikinda Ashley fékk hún hins vegar ekki að sinna syni sínum. „Hún fékk bara að sjá mynd, þannig að hún fékk ekki tækifæri til að halda á honum, kyssa hann eða neitt,“ segir Wilbur.

Degi eftir fæðinguna fór heilsu Ashley að hraka verulega og var hún sett í öndunarvél. Þann 3. janúar var hún tekin úr öndunarvélinni og lést hún sama dag umkringd sínum nánustu.

Ashley skilur eftir sig eiginmanninn Wilbur og sex syni; Zach, Jacob, Maverick, Jordan, Ryan og Corey. „Ég sé hana í Corey,“ segir Wilbur. „Ég sé hana í öllum strákunum.“

Síðasta eitt og hálfa ár hefur verið fjölskyldunni erfitt, faðir tveggja sona Ashley lést fyrir 18 mánuðum úr hjartaáfalli og systir hennar úr ofneyslu fíkniefna fyrir tíu mánuðum. Söfnun var sett af stað fyrir fjölskylduna á GoFundMe og safnaðist yfir 4,5 milljón íslenskra króna.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -