Sigríður og Halldór trúlofuð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, átti 45 ára afmæli síðasta miðvikudag, en það var ekki afmælið sem var það besta við daginn.

Kærasti Sigríðar, Halldór Halldórsson, formaður SÍS og fyrrverandi borgarfulltrúi, kom Sigríði skemmtilega á óvart og bar upp stóru spurninguna.

„Þessi dagur! Já, ég er orðin 45 ára. Þvílík gæfa. Ég er endalaust þakklát fyrir hvert ár. Takk fyrir allar fallegu og góðu kveðjurnar í tilefni dagsins. Þið eruð æði og kveðjurnar hafa yljað mér svo mikið í allan dag,“ skrifar Sigríður í færslu á Facebook og segir afmælisveislu fámenna, „út af doltlu.

Mynd / Skjáskot Facebook

Besta og óvæntasta gjöf dagsins var bónorðið sem ég fékk frá ástinni minni, Halldór Halldórsson. Hversu lánsöm getur ein kona verið?“

Eins og vera ber hefur hamingjuóskum rignt yfir parið.

Séð og Heyrt óskar parinu til hamingju.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira