Sigurvegarar Eldslóðarinnar – Myndir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Utanvegahlaupið Eldslóðin var hlaupin í fyrsta sinn í gær, en 272 keppendur voru skráðir til leiks. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Bjarni Ármanns Atlason komu fyrst í mark í 28 kílómetra hlaupinu. Í 10 km brautinni voru það Linda Björk Thorberg Þórðardóttir og Reimar Pétursson sem fóru hraðast yfir. 

Hlaupið var frá Vífilstöðum meðfram Vífilstaðavatni inn að Búrfellsgjá og upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka en þetta er 28 km utanvegahlaup og þá var einnig 10 km braut í boði. Keppnisbrautin er aðgengileg bæði fyrir nýliða og  fyrir lengra komna, hún er bæði falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum.

28 kílómetra Eldslóð karla Hlynur Guðmundsson Bjarni Ármann Atlason Benoit Branger Mynd / Brynja Kristinsdóttir

10 kílómetra Eldslóð kvenna Anastasia Alexandersdottir Linda Björk Thorberg Þórðardóttir Guðrún Heiða Hjaltadóttir Mynd / Brynja Kristinsdóttir

10 kílómetra Eldslóð karla Einar Njálsson Reimar Pétursson Ívar Trausti Jósafatsson Mynd / Brynja Kristinsdóttir

Eldslóðin sló botn í Víkingamótaröðina

Eldslóðin er hluti af Víkingamótunum sem eru fjögur almenningsíþróttamót sem haldin hafa verið í sumar. Eldslóðin er síðust mótanna en hin mótin eru Hengill Ultra utanvegahlaupið, KIA Gullhringurinn götuhjólakeppnin og Landsnet MTB sem er fjallahjólamót sem lauk í Heiðmörk á laugardag. Með því að keppa í einhverri vegalengd í öllum keppnunum komast keppendur í Víkingasveitina. Ætli keppendur sér nafnbótina Íslands-víkingur þá þurfa keppendur að klára 66km í Kia Gullhringnum, 28km Eldslóðanum, 25km í Hengil Ultra og 23km í Landsnet 32. Keppendur mega fara lengri vegalengdir en ekki styttri til að ná því að verða Íslandsvíkingur.

Æðsti titill mótaraðarinnar er svo Járn Víkingur en til að ná þeim titli þarf að klára 106 km í KIA Gullhringnum, 28 km Eldslóðanum, 50 km í Hengil Ultra og svo 40 km í Landsnet MTB en það er gaman að segja frá því að líklega eru fjórir keppendur að skrá í þann klúbb í dag fyrst allra.

Mynd / Brynja Kristinsdóttir

Mynd / Brynja Kristinsdóttir

Mynd / Brynja Kristinsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Alma og Joey Christ og eiga von á barni

Parið Alma Gytha Huntingdon-Williams, jarðfræðingur, og Jóhann Kristófer Stefánsson, útvarpsmaður og rappari, eiga von á barni.Jóhann, sem...