Sjáðu hreint ótrúlegar kökur sem Ben gerir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hinn 29 ára gamli Ben Cullen gerir flesta kjaftstopp þegar kemur að snilli hans í kökugerð, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

 

Cullen, sem er frá Birmingham í Bretlandi, sérhæfir sig í kökum sem líta út fyrir að vera eitthvað allt annað en kökur.

Cullen hóf feril sinn sem húðflúrari, áður en hann lærði grafíska hönnun. Eftir að hann bakaði köku fyrir afmæli föður síns, sá hann að þar var kominn nýr vettvangur fyrir hann að spreyta sig á.

Vinum hans og fjölskyldu fannst það skondið í fyrstu, þar sem kakan fyrir föður hans var sú fyrsta sem Cullen bakaði.

Árið 2014 stofnaði hann Bakeking Cakecrafts og hannaði eigið vörumerki og lógó. Hann birtir einnig reglulega myndbönd á YouTube-síðu sinni.

Að meðaltaki bakar Cullen fjórar kökur á viku, sumar taka lengri tíma en aðrar og stundum vinnur hann samfellt í 12 klst. að eigin sögn.

„Ég elska líka að gera hefðbundnar kökur fyrir brúðkaup og skírnarveislur. Mér finnst gott að skipa á milli þess að baka fallegar klassískar kökur og svo þær sem eru meira framlenging á persónuleika mínum,“ segir Cullen sem finnst gaman að brjóta steríótýpuna um hvernig kökugerðarmeistari lítur út.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira