Sjáðu myndband nýjasta Bond lagsins

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Myndband titillags nýjustu kvikmyndarinnar um breska leyniþjónustumanninn James Bond var frumsýnt í gær.

Lagið heitir No Time to Die og er flutt af bandarísku söngkonunni Billie Eilish, og samið af henni og bróður hennar, Finneas O’ Connell. Eilish er yngsti tónlistarmaðurinn til að flytja titillag Bond kvikmyndar, en hún varð átján ára í desember.

Í myndbandinu má sjá hana flytja lagið auk myndbrota úr kvikmyndinni No Time To Die, sem samkvæmt nýjustu tíðindum á að frumsýna í nóvember.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira