Söngvari og einn stofnenda Kool & The Gang látinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ronald „Khalis“ Bell, söngvari, saxófónleikari og einn af stofnendum fönkhljómsveitarinnar Kool & The Gang lést í gær, 68 ára að aldri.

Bell lést á heimili sínu á bandarísku Jómfrúaeyjunum, með eiginkonu hans sér við hlið, en Bell skilur einnig eftir sig tíu börn. Erlendir miðlar greina frá, en ekki er vitað um orsök andlátsins.

Kool & The Gang var ein vinsælasta hljómsveit áttunda áratugarins, og samdi Bell, ásamt öðrum, og útsetti mörg vinsælustu lög þeirra, eins og Celebration, Jungle Boogie og Ladies Night. Sveitin gaf út 23 plötur, þá fyrstu Kool and the Gang árið 1969 og þá síðustu Kool for the Holidays árið 2013. Sveitin vann fjölda verðlauna á löngum ferli hennar, meðal annars Grammy-verðlaun árið 1978 fyrir þeirra hlut í tónlist kvikmyndarinnar Saturday Night Fever.

Hljómsveitin kom hingað til lands sumarið 2017 og hélt stórskemmtilega tónleika í Hörpu, sem blaðamaður Séð og Heyrt mætti á.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Forstöðumaður SA kominn í samband

Davíð Þorláksson, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins og Daniel Barrios Castilla eru nýtt par.Davíð fagnar fertugsafmæli í dag...

Ólöf Kristín stýrir Listasafni Reykjavíkur áfram

Ólöf Kristín Sigurðardóttir hefur verið endurráðin til fimm ára sem forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.„Undir hennar stjórn hefur tekist...