Stórstjarna ruglaði tengdasyni sínum við nafna hans |

Stórstjarna ruglaði tengdasyni sínum við nafna hans

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Stórstjarnan Arnold Schwarzenegger gerði skemmtileg mistök síðasta dag ársins 2020 þegar hann ruglaði tengdasyni sínum saman við nafna hans og það í beinni útsendingu.

„Fyrirgefðu, ég ætti að vita hvað þú heitir, þú ert uppáhalds tengdasonur minn,“ sagði inn 72 ára gamli Schwarzenegger. Hann og leikarinn Chris Pratt, sem giftur er dóttur Arnold, Katherine Schwarzenegger Pratt, komu fram í beinni útsendingu á Instagram 31. Desember, en útsendingin var til styrktar góðgerðarmálefnum.

Pratt sá þar um að kynna tengdaföður sinn inn. „Næsti gestur okkar er Herra Alheimur. Hann er Tortímandinn, hann er fyrrum ríkisstjóri Kalifornóu, hann er tengdapabbi minn, hann er afi dóttur minnar. Semsagt, það er eins gott að ég klúðri þessu ekki eða mér verður tortímt. Það er mikið í húfi.“

Schwarzenegger kom þá inn og ruglaði tengdasyni sínum við nafna hans, leikarann Chris Evans. „Hæ Chris Evans. Nei ekki Chris Evans, fyrirgefðu. Ég er búinn að klúðra þessu öllu strax í byrjun. Chris Pratt.“

Pratt skellihló meðan tengdafaðir hans afsakaði sig í gríð og erg. „Fyrirgefðu. Ég ætti að vita hvað þú heitir, það er öruggt, þú ert uppáhalds tengdasonur minn.“ Og bætti Pratt þá við: „Ég er eini tengdasonur þinn! Það er eins gott að ég sé þinn uppáhalds.“

Spjallið byrjar á 1.12.00 í myndbandinu hér fyrir neðan.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira