Stórtónleikar Marc Martel færðir til maí 2021 vegna COVID-19

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Til stóð að halda RISA Queen tónleikaveislu með söngvaranum Marc Martel og einni vinsælustu Queen tribute hljómsveit fyrr og síðar, The Ultimate Queen Celebration í Laugardalshöll síðasta dag októbermánaðar.

Í ljósi samkomutakmarkana og mikillar óvissu næstu mánuði hvað varðar kórónuveirufaraldurinn hefur sú ákvörðun verið tekin að færa tónleikana til miðvikudagsins 12. maí 2021 (frídagur daginn eftir.)

Tina Turner Íslands, Bryndís Ásmundsdóttir, með hið frábæra Tina Turner Power Show mun sjá um að hita upp fyrir Marc Martel – Ultimate Queen Celebration.

Til miðaeigenda:

Við hjá Twe Live værum ótrúlega þakklát ef miðaeigendur væru til í að halda í miða sína og styðja þar með við viðburðahald á Íslandi sem á undir högg að sækja þessa dagana. Ef þú kýst að halda þínum miðum þá gilda þeir á nýrri dagsetningu og þú þarft ekkert að aðhafast frekar. Ef ný dagsetning hentar alls ekki geta miðaeigendur óskað eftir endurgreiðslu með því að senda tölvupóst á [email protected] innan 14 daga frá og með deginum í dag, það er í síðasta lagi mánudaginn 28. september.

Athugið að ef greitt var með greiðsluappi (Aur, Kass eða Síminn Pay) eða með ferðagjöf stjórnvalda þarf að senda reikningsupplýsingar með beiðni um endurgreiðslu.

Við hlökkum til að sjá þig í maí 2021.

Miðasala fer fram á Tix.is.

Umsjón: Twe Live

Hver er Marc Martel?

Ef þú sást og heillaðist af kvikmyndinni Bohemian Rhapsody sem sló í gegn hér á landi og erlendis í lok árs 2018 þá máttu alls ekki missa af þessari RISA Queen tónleikaveislu! Marc Martel léði söngrödd sína til kvikmyndarinnar og lék, ásamt leikaranum Rami Malek, Freddie Mercury, söngvara stórsveitarinnar Queen. Malek vann Óskarsverðlaun, BAFTA, Golden Globe, Emmy og SAG verðlaun sem besti leikari fyrir hlutverk sitt, auk annarra verðlauna og tilnefninga. Myndin var tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd.

Útkoman hjá Martel og Malek var ótrúleg, og það var líkt og meistarinn Mercury sjálfur væri mættur á svið, með húð, hári og sinni einstöku rödd í kvikmynd um sjálfan sig.

Fullkominn raddtvífari

Marc Martel er hreint ótrúlega líkur Freddie Mercury, bæði í útliti, framkomu og söng. Sem raddtvífari Freddie Mercury er þó þrennt sem Marc Martel segist neita að gera fyrir tónleikana: hann mun ekki klæðast gula jakkanum sem einkenndi Freddie Mercury heitinn, hann mun ekki notast við hálfan míkrafónstand og hann mun ekki láta sér vaxa alskegg.

Sjáðu sjálfa drottningu ballöðunnar, Celine Dion, tárast yfir flutningi Martel á Queen smellinum „Somebody to Love“.

„Ég hélt þetta gæti orðið skemmtileg karíókíbrella“

Marc Martel á dygga stuðningsmenn og aðdáendur út um allan heim og meðal þeirra eru liðsmenn Queen sem hafa lofsamað hann og sagt hann syngja ótrúlega líkt Mercury.

Glenn Lavender, bassaleikari hljómsveitarinnar Downhare, var fyrstur til að benda á sönghæfileika Martel, og líkindi raddar hans við Mercury. Martel tók hrósinu með semingi, enda vildi hann allra síst vera ófrumleg eftirmynd stórstjörnue, fór að kynna sér tónlist Queen í þeirri von að læra eitthvað af Mercury. „Ég hélt kannski að þetta gæti orðið skemmtileg karíókíbrella,“ sagði Martel í viðtali við New York Times í febrúar 2019, sem lesa má í heild sinni hér. (https://marcmartelmusic.com/)

„Ég er ekki frá Bretlandi eins og Freddie og ég er ekki með sömu tennur sem gerir það að verkum að náttúrulega eru essin mín ekki jafn stingandi og hans. En þegar ég er ekki að reyna að hljóma eins og Mercury segist fólk samt sem áður heyra hann í rödd minni. Það er sama hvað ég geri. Ég hef þennan furðulega hæfileika að hljóma eins og hann, af hverju ætti ég ekki að nýta mér það?“

Enginn aðdáandi Freddie Mercury og Queen ætti að láta þennan frábæra tónlistarviðburð framhjá sér fara. Með raddtvífara Freddie Mercury, Marc Martel í broddi fylkingar, má búast við stórkostlegu og ógleymanlegu kvöldi!

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Litlir fuglar á vappi um safnið

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann...